Typparör og peningabaukur í bakgarðinum

Gömul grein af vefritinu:  

Í ljósi þess að umræðan um olíuhreinsistöð er aftur komin til umfjöllunar í fjölmiðlum langar mig að velta nokkrum hlutum fyrir mér er varðar hana. Á Vestfjörðum hefur í mörg ár verið háð barátta við drauga fólksfækkunar. Sem svar við því hafa stjórnvöld og íbúar brugðist við með sköpun nýrra atvinnutækifæra og þrýstingi á betri vegasamgöngur. Það er ekki því undarlegt að Vestfirðingar staldri við þegar þeim er boðið að reisa stórfyrirtæki sem skilar mörghundruð störfum inn í samfélagið.

Sögur ganga um að Vestfirðingar skiptist í tvær fylkingar, með og á móti olíuhreinsistöð, og því velti ég því fyrir mér hversu miklu þeir fái sjálfir að ráða. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar er að skoða málið gaumgæfilega, sem ég tel gott og gilt, en að mínu mati er bæjarstjóri þeirra orðinn heldur jákvæður gagnvart stöðinni. Íslenski valdapúkinn hefur komist inn undir og öllu því sem hugsanlega gæti komið í veg fyrir þessar framkvæmdir er rutt úr vegi samstundis.

Er afsal bara snýtupappír í dag?
Ég sat heima hjá mér í síðustu viku með popp í annarri og fjarstýringuna í hinni og horfði á fréttirnar hjá Ríkissjónvarpinu. Þá birtist á skjánum frétt um olíuhreinsistöðina sem gaf mér nýja sýn á þessa umræðu.moai-head-tissue-dispenser.jpg Þar var fjallað um ábendingu frá Kirkjuráði um takmarkaðan umráðarétt yfir jörðinni Söndum í Dýrafirði, sem talin hefur verið ákjósanleg staðsetning fyrir stöðina.

Grundvallarrökin fyrir því var að ríkissjóður afsalaði jörðinni Söndum árið 1938 til Þingeyrahrepps sem nú er sameinaður Ísafjarðarbæ. Í afsalinu var sett sú kvöð að afsalshafa væri óheimilt að endurselja jörðina og að mikil höft væru við leigu hennar, þó hún væri ekki með öllu bönnuð. Samkvæmt vefsíðunni Bæjarins besta segir í afsalsbréfinu orðrétt að hreppsnefnd Þingeyrarhrepps f.h. Þingeyrarhrepps skuldbindi sig til að hlíta fyrirmælum um eignarumráð, hagnýtingu og meðferð jarðarinnar Sanda í Þingeyrarhreppi: „Að hreppurinn leigi aldrei utanhreppsmönnum hið selda land, hvorki í heild né nokkurn hluta þess og hvorki til ræktunar, beitar né bygginga, ef slík leiga á landi úr jörðinni brýtur í bága við landþörf hreppsbúa.“

Olíuhreinsistöð ekki sjálfsögð
Það er ljóst að samkvæmt þessu afsali getur ekki verið sjálfsagt að byggja olíuskrímslið á Söndum með tönkum, rörum og gufu, þó það sé hugsanlega framkvæmanlegt. Mér þótti því skrýtið, eða öllu heldurfr3e809038d303d.jpg ótrúlegt, þegar bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sagði afsal jarðarinnar enga hindrun fyrir því að hann gæti plantað sinni fínu og fáguðu olíuhreinsistöð þarna.

Í lok tilvísunarinnar hér að framan er þannig tekið til orða að hugsanlega sé hægt að beygja lögin í þá átt sem hentar. Hins vegar ætti að líta á orðalag afsalsins sem hindrun þar sem ,,hreppsbúar” eigi að fá einhverju um þetta ráðið að lokum. Bæjarstjórinn fer því heldur óvarlega í yfirlýsingum sínum í Ríkissjónvarpi landsins.

Mér er spurn hvort því sé svo komið á Íslandi að ef manneskja tilheyrir réttri stétt eða hópi á Íslandi að henni séu þá allar leiðir greiðar, sama hvað lögin kveða á um? Í viðtali við bæjarstjóra kom fram að hann telur þessar kvaðir í raun vera barn síns tíma og að þær muni ekki skapa nein teljandi vandamál.

Ferðaþjónusta vs. Skrímslið

Burt séð frá þessu tel ég skyndilausnir og atgang ekki vera lausn fyrir Vestfirði. Til gamans má geta aðdynjandi-s.jpg stjórnvöld Vestfjarða gáfu út skýrslu sem kallast ,,Stóriðjulausir Vestfirðir”. En um leið og þeim er boðin gullhúðuð olíuhreinsistöð á silfurfati snúa þau baki við fyrri yfirlýsingum, eins og enginn sé morgundagurinn eða öllu heldur gærdagurinn. Kannski sjá þau hana í hyllingum, þannig að þar sigli inn fjörðinn hundruð sjóræningjaskipa sem fylgjast með helstu fuglabjörgum landsins í gegnum kíkja. Er þau koma nær blasir við grasigróin typparöragarður með rússíbönum milli röranna, æðavarp á toppum þeirra, parísarhjól og flugeldar á kvöldin. Allt mjög ferðaþjónustuvænt. Eða hvað?

Ég tel olíuhreinsistöðina vera algjöru vitleysu og ekkert annað en skyndilausn og æðubunugang valdamanna. Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum brýtur algjörlega á bága við þá umhverfisstefnu sem stjórnvöld hafa lýst yfir. Hún yrði einn mesti andstæðingur ferðaþjónustunnar, sem er að verða sú atvinnugrein sem gefur einna mestar gjaldeyristekjur og fer ört vaxandi sem vistvæn atvinnugrein um allan heim og ekki síst á Vestfjörðum.

Þar að auki tel ég að öll stóriðja í litlum bæjarfélögum dragi úr frumkvöðlastarfsemi. Því til stuðnings vil ég nefna að í tengslum við nám mitt í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, fór ég austur á land haustið 2006 á meðan framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál voru í fullum gangi. Með rannsókninni vildum við skoða hvort grundvöllur væri fyrir frumkvöðlastarfsemi á Fljótsdalshéraði.

Stóriðja drepur frumkvöðlastarfsemi
Við leituðum niðurstaðna með eigindlegum rannsóknaraðferðum, þ.e. með viðtölum við fólk sem starfar í ferðaþjónustu og handiðn, bæjarstjórnarfulltrúa og fleiri. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að á meðanvest.gif stórframkvæmdirnar stóðu yfir lamaðist samfélagið og öll frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun var nánast dauð. Allt snérist um þetta “stóra verkefni”. Margir viðmælenda minna nefndu að þeir teldu að slík stóriðja, sem byði upp á hálaunastörf fyrir meðalmanninn, hlyti að draga úr frumkvöðlastarfsemi í samfélaginu.

Ég spyr sjálfa mig hvað ég myndi gera með stóriðju í bakgarðinum heima hjá mér. Myndi ég leggja af stað í áhættusama frumkvöðlastarfsemi, vinna við eitthvað sem fangar ástríðu mína og áhuga en gæfi litlar sem engar tekjur til að byrja með? Eða myndi ég láta freistast og vinna hjá stóriðjunni í bakgarðinum þar sem ég gæti fengið þrefalt hærri laun? Líklega myndi ég kjósa launin og fórna um leið tækifærum sem liggja í frjórri hugsun minni og framkvæmdagleði.

Hvernig samfélag viljum við?
Viljum við aðeins skapa atvinnu fyrir unga fólkið sem færir þeim peninga í vasann en nýtir ekki sköpunargáfu þeirra, ástríðu og framkvæmdagleði? Viljum við að Íslendingar gefist upp og skríði inn á steypugólfið í hendur peningabaukanna og gefi nýsköpun í samfélaginu upp á bátinn? Er það samfélagið sem við viljum skapa á landsbyggðinni? Ég spyr þig lesandi góður. Svar mitt er einfalt. Nei takk!

Telma Magnúsdóttir


Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband